Þórarinn Tyrfingsson

Eyþór Árnason

Þórarinn Tyrfingsson

Kaupa Í körfu

Ástandið í vímuefnamálum er algerlega óviðunandi að mati Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Sjúkrahúsinu Vogi. Sölutölur á vímuefnum rjúka upp en dregið hefur úr meðferðarstarfinu á Vogi vegna rekstrarfjárskorts. Á blaðamannafundi á Vogi í gær sagði Þórarinn að m.a. sé greiningar- og skyndiþjónusta sem veitt var á Vogi á árunum 2003 og 2004 ekki lengur veitt. Þá hefur verulega dregið úr innlögnum á Vog, um 250-300 manns á þessu ári. MYNDATEXTI: Til stendur að draga úr innlögnum á Vog um allt að 300 sjúklinga á þessu ári að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Mikil þörf sé eftir sem áður fyrir þjónustuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar