Rjúfum þögnina á Arnarhól

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rjúfum þögnina á Arnarhól

Kaupa Í körfu

Samsæri þagnarinnar var rofið á Arnarhóli á laugardag þegar fólk sýndi það í verki að það væri tilbúið að tjá sig um ofbeldi sem það sjálft eða aðrir sem það þekkir til hafa orðið fyrir. Hengdir voru upp bolir sem fólk hafði skrifað á skilaboð sem það vildi koma á framfæri. "Hluti af því að takast á við ofbeldi sem maður hefur sætt er að tala um það. Með þessu vorum við að hvetja fólk til þess. Við getum stöðvað ofbeldi með því að við, sem höfum orðið fyrir ofbeldi, tölum um það," segir Svava Björnsdóttir, verkefnastjóri Blátt áfram, forvarnarverkefnis Ungmennafélags Íslands. Samtökin Styrkur - úr hlekkjum til frelsis, og verkefnið Blátt áfram skipulögðu framtakið, en það var stutt af Stígamótum, Samtökum um Kvennaathvarf, Kjarki á Akureyri, V-deginum, Femínistafélagi Íslands, UNIFEM á Íslandi, Íslandsdeildar Amnesty International og fleirum. MYNDATEXTI:"Hluti af því að takast á við ofbeldi sem maður hefur sætt er að tala um það," segir Svava Björnsdóttir, einn aðstandenda verkefnisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar