Úthlíðarkirkja

Úthlíðarkirkja

Kaupa Í körfu

Fyrsta skóflustungan að Úthlíðarkirkju var tekin síðastliðinn sunnudag. Það voru fjögur barnabörn Björns Sigurðssonar, bónda í Úthlíð, sem stungu fyrir kirkjunni eftir að séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti, hafði flutt blessunarorð. MYNDATEXTI: Þau tóku fyrstu skóflustunguna að Úthlíðarkirkju, Skúli Geir Ólafsson 10 ára, Ágústa Margrét Ólafsdóttir 8 ára, Unnar Geir Þorsteinsson 8 ára og Sigurður Tómas Hjartarson 5 ára. Fyrir aftan þau stendur afi þeirra, Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, og til vinstri er Ólafur Björnsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar