Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjóra

Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjóra

Kaupa Í körfu

Reykjavík | Reykjavíkurráð ungmenna, borgarstjóri og borgarfulltrúar, funduðu í gær á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um tillögur sem ráðið telur brýnt að borgaryfirvöld setji í framkvæmd sem fyrst. Fundinn sátu átta fulltrúar úr Reykjavíkurráði á aldrinum, 13-18 ára, jafnmargir borgarfulltrúar og borgarstjóri, sem fyrr segir. Ræddar voru þrettán tillögur sem lágu fyrir fundinn en þær eru afrakstur vinnu svonefndra ungmennaráða Reykjavíkurborgar sl. vetur. Fundurinn í gær var fjórði fundur Reykjavíkurráðsins og borgarfulltrúa í borgarstjórnarsal Ráðhússins, en mörgum af þeim tillögum sem fram hafa komið síðustu ár hefur verið vísað til umfjöllunar í nefndum á vegum borgarinnar, og varð sú einnig raunin í gær, og sumar þeirra hafa síðan komið til framkvæmda. MYNDATEXTI:Bekkirnir í borgarstjórnarsal Ráðhússins voru þéttsetnir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar