Verslun Axels Sveinbjörnssonar á Akranesi

Ragnar Axelsson

Verslun Axels Sveinbjörnssonar á Akranesi

Kaupa Í körfu

Það er einhvers konar ferð til fortíðar að koma inn í Axelsbúð á Akranesi, eða Verslun Axels Sveinbjörnssonar ehf. eins og hún heitir formlega. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Axelsbúð í gær. Búðinni verður lokað í sumar. MYNDATEXTI: Þráinn E. Gíslason smiður (t.h.) sá að Axel verslunarstjóri var upptekinn við að afgreiða Ingólf Þorsteinsson (t.v.). Þráinn hvarf á bakvið og kom von bráðar með það sem hann vantaði. Svo sótti hann nótubókina og færði inn það sem hann keypti. "Maður kann á allt hér og afgreiðir sig bara sjálfur, ef með þarf," sagði Þráinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar