Ný íþróttamiðstöð í Kópavogi

Eyþór Árnason

Ný íþróttamiðstöð í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Kópavogur | Kópavogsbær og Knattspyrnuakademía Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um sameiginlegan undirbúning að uppbyggingu heilsu-, íþrótta- og fræðaseturs á um 8 hektara landsvæði við Vallakór í Kópavogi. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, formanns bæjarráðs, er stefnt að undirritun formlegs samkomulags í júní og að framkvæmdir hefjist í haust og að þeim ljúki eftir u.þ.b. 3-4 ár. MYNDATEXTI: Viljinn staðfestur Við undirritunina í gær. Frá hægri: Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar