Gagnrýnendur á málþingi

Sverrir Vilhelmsson

Gagnrýnendur á málþingi

Kaupa Í körfu

GAGNRÝNENDUR Morgunblaðsins komu saman í gær til málþings um gagnrýni og hlutverk hennar. Auk gagnrýnenda blaðsins í öllum greinum lista, tónlist, myndlist, leiklist, bókmenntum og kvikmyndum, var boðið fulltrúum útgefanda, leikhúsa, tónleikahaldara og samtaka listamanna til að eiga samtal um eðli og hlutverk gagnrýninnar. Í Morgunblaðið er skrifuð árlega gagnrýni um hundruð listviðburða og kom fram á málþinginu að enginn annar fjölmiðill sinnir listum af viðlíka umfangi. MYNDATEXTI: Gagnrýnendur Morgunblaðsins hittust á málþingi í gær þar sem rætt var um hlutverk gagnrýni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar