Dagbók ljósmyndara 1

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Dagbók ljósmyndara 1

Kaupa Í körfu

Dagbók ljósmyndara. Camp Victoria, Kosovo, 24. mars. Á jarðsprengjunámskeiði. Við komuna til Camp Victoria í Kosovo, sem er sænsk herstöð, var strax farið að leiðbeina mér um lífið á Balkanskaganum og hætturnar sem þar geta leynst. Eitt það fyrsta var jarðsprengjunámskeið þar sem skoðaðar voru allar algengustu gerðir af jarðsprengjum, hvernig bæri að varast þær, þekkja þær og sjá. Ég komst meðal annars að því að sumar þeirra eru næmar fyrir örbylgjunum sem farsímar senda frá sér, geta sprungið þó maður standi nokkra metra frá þeim og tali í símann. Best að senda bara póstkort í staðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar