Nunnurnar í Hafnarfirði

Nunnurnar í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Á bak við luktar dyr Karmelklaustursins í Hafnarfirði sameinast tólf systur í bjargfastri trú sinni á Jesú Krist. Frá klukkan kortér í sex á morgnana sinna þær bænahaldi og vinnu og unna sér ekki hvíldar fyrr en seint er liðið á kvöld. MYNDATEXTI: 6:17 Fyrstu tíðabænir dagsins af sjö. Dagurinn í klaustrinu hefst snemma því nunnurnar rísa úr rekkju klukkan 5:45 svo þær séu tilbúnar fyrir tíðabænir klukkan sex. Klausturlífið gengur að stórum hluta út á bænir og hugleiðslu enda líta systurnar á það sem eina af sínum meginskyldum að biðja fyrir öðrum og fyrir aðra. Öllum er heimilt að leita til þeirra með bænaefni og að sögn Miriam er almenningur duglegur við að nýta sér það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar