Nunnurnar í Hafnarfirði

Nunnurnar í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Á bak við luktar dyr Karmelklaustursins í Hafnarfirði sameinast tólf systur í bjargfastri trú sinni á Jesú Krist. Frá klukkan kortér í sex á morgnana sinna þær bænahaldi og vinnu og unna sér ekki hvíldar fyrr en seint er liðið á kvöld. MYNDATEXTI: 9:35 Krakkarnir á leikskólanum Kató við St. Jósefsspítala í heimsókn hjá nunnunum til að forvitnast um líf þeirra. "Farið þið aldrei í sturtu eða bað?" spyr eitt krílið líkt og búningur systranna sé óaðskiljanlegur hluti þeirra. Börnin koma færandi hendi með kynstrin öll af heimabökuðu bakkelsi sem þau afhenda vinkonum sínum í klaustrinu í gegn um sérstaka vinduhurð. Ungviðið horfir stóreygt á þegar kökurnar hverfa inn um vinduna og birtast hinum megin við girðinguna sem skilur þau og nunnurnar að. Algjört hókus pókus!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar