Sendibílstjórar

Sendibílstjórar

Kaupa Í körfu

Bílstjórar á flutningabílum þekkja flestir vegakerfið eins og vasa sína. Jóhannes Tómasson hleraði tvo sem telja að vinna þurfi hraðar að umbótum. HP og synir í Höfn í Hornafirði sinnir flutningaþjónustu á leiðinni milli Reykjavíkur og Hafnar og áfram austur á Djúpavog. Heimir Heiðarsson stýrir daglegum rekstri þess en fyrirtækið er með fjóra dráttarbíla til langflutninganna og þrjá sendibíla sem notaðir eru í útkeyrslu frá Höfn. Fyrirtækið stofnaði Heiðar Pétursson árið 1963 og segir Heimir þá hafa þurft að aka norður fyrir, ferðin tekið tvo daga og yfirleitt höfð næturgisting á Akureyri. Vegir og bílar hafi verið talsvert öðruvísi en í dag og mikið um óbrúaðar ár, t.d. á fjörðunum, þar hafi flestar sprænur bara runnið yfir vegina og því verið seinfarið á þessum slóðum. Að vetrinum var stundum hægt að fara yfir vötnin, ef kalt hafði verið í veðri og lítið í fljótunum eða í frostaköflum þegar unnt var að aka þau á ís. Fyrir sumum eins og trúarbrögð Hlutafélagið HP var um síðustu áramót selt Flytjanda MYNDATEXTI: Baldvin Gíslason í lyftaranum aðstoðar Ögmund Einarsson við að lesta bílinn áður en haldið er af stað til Hafnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar