Regnhlíf - Saga hlutanna

Regnhlíf - Saga hlutanna

Kaupa Í körfu

Regnhlífin á rætur sínar að rekja meira en þúsund ár aftur í tímann en hægt er að sjá vísbendingar um þetta þarfaþing í fornri listsköpun Egypta, Assýríumanna, Grikkja og Kínverja. Þessar frumgerðir regnhlífarinnar voru í raun sólhlífar sem upphaflega voru hannaðar til að skapa skugga fyrir sterkri sólinni í þessum löndum enda er enska heiti regnhlífarinnar, "umbrella", dregið af latneska orðinu "umbra" sem þýðir skuggi eða forsæla. Kínverjar voru fyrstir til að gera sólhlífarnar vatnsheldar svo hægt væri að nota þær til að skýla mönnum fyrir regni. Aðferðin sem þeir beittu var að hjúpa sólhlífarnar, sem voru úr pappa, með vaxi og lakka yfir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar