Söngkeppni framhaldsskólanema

Skapti Hallgrímsson

Söngkeppni framhaldsskólanema

Kaupa Í körfu

Tónlist | Söngkeppni framhaldsskólanema fór fram á Akureyri MIKIÐ var sungið og fallega í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardagskvöldið þegar þar fór fram Söngkeppni framhaldsskólanema að viðstöddum um 2.000 áhorfendum sem skemmtu sér konunglega...."Við höfðum stuttan tíma; urðum að vinna hratt og taka ákvörðun." Keppnin á milli Hrundar Óskar og Dagný Elísa var jöfn: "Það þurfti að skera úr með handauppréttingu í dómnefndinni, og það var knappt," sagði Þórarinn sposkur og neitar því ekki að það hljóti að þýða að úrslitin hafi verið 3:2, ef svo má segja...Þórarinn vakti athygli á þeirri staðreynd að söngkonur hefðu orðið í þremur efstu sætum, en í þriðja sætinu varð Elísabet Ásta Bjarkadóttir úr Fjölbrautarskóla Suðurlands með lagið Fjöllin hafa vakað, eftir Bubba Morthens. "Já, okkur fannst þær yfirleitt betri. Strákarnir mættu vera frjálsari og opnari í túlkun," sagði Þórarinn. MYNDATEXTI: Elísabet Ásta Bjarkadóttir og Dagný Elísa Halldórsdóttir veita verðlaunum sínum viðtöku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar