Helgi Sigurðsson dýralæknir

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Helgi Sigurðsson dýralæknir

Kaupa Í körfu

Helgi Sigurðsson dýralæknir tók upp á þeim ósköpum fyrir tveimur árum að skrá sig í sagnfræði við Háskóla Íslands. Nú nemur hann alsæll fræði sögunnar á milli þess sem hann lagfærir það sem miður fer í hestaskrokkum. Hann greiðir úr garnaflækjum hrossa, sker þau upp við innanmeinum og neglir saman beinbrot þeirra, svo fátt eitt sé nefnt af öllum þeim krankleikum sem komið geta upp hjá hófaljónum, en Helgi hefur sérhæft sig í lækningum á slíkum skepnum og rekur dýraspítala í Víðidal ásamt fjórum öðrum dýralæknum. En þrátt fyrir erilsamt starf þá gefur hann sér tíma til að sitja á skólabekk vestur í bæ í Háskóla Íslands. MYNDATEXTI: Helgi með skólabækurnar undir hendinni í góðum félagsskap eins sjúklings á dýraspítalanum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar