Verkalýðsfélög

Kristján Kristjánsson

Verkalýðsfélög

Kaupa Í körfu

Áskorun forsvarsmanna verkalýðsfélaga til bæjarstjórnar FORMENN sex verkalýðsfélaga í Eyjafirði afhentu Þóru Ákadóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, áskorun fyrir fund bæjarstjórnar í gær, þar sem þess er farið á leit að bæjarstjórn falli nú þegar frá samningum við Garðaumhirðu ehf. um grasslátt og að þess í stað verði hafnar viðræður við fyrirtæki sem uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í Innkaupareglum bæjarins. "Það er ólíðandi að Bæjarstjórn Akureyrar gangi til samninga við fyrirtæki sem stunda "sniðgöngu" og taka þátt í félagslegum undirboðum," segir m.a. í áskoruninni. MYNDATEXTI: Áskorun Guðmundur Ómar Guðmundsson afhendir Þóru Ákadóttur áskorunina. Fyrir aftan þau standa Björn Snæbjörnsson, Helgi Jónsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Konráð Alfreðsson og Hákon Hákonarson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar