Auður í krafti kvenna

Auður í krafti kvenna

Kaupa Í körfu

HEILDARGJÖLD meðalbankaviðskiptavinar á Íslandi eru mun lægri en í nágrannalöndunum. Hér á landi greiðir meðalviðskiptavinur um 3 þúsund krónur í gjöld á ári en í Danmörku, þar sem gjöldin eru næst lægst, greiðir meðalviðskiptavinurinn ríflega 5 þúsund krónur á ári. Í Svíþjóð og Noregi er taxtinn enn hærri en þar borga viðskiptavinir yfir 15 þúsund krónur á ári að meðaltali. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Elínar Sigfúsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, á ráðstefnu sem Félag kvenna í atvinnurekstri og Félagið Auður héldu í gær undir yfirskriftinni Samkeppnishæfni fyrirtækja í breyttri heimsmynd. MYNDATEXTI: Setti fundinn Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var meðal gesta á ráðstefnu FKA og félagsins Auðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar