Geir Oddsson og Sigurður S. Snorrason

Geir Oddsson og Sigurður S. Snorrason

Kaupa Í körfu

Innritunarfrestur í nýtt þverfaglegt nám í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands rennur út í dag. Svavar Knútur Kristinsson hitti þá Geir Oddsson, forstöðumann Umhverfisstofnunar HÍ, og Sigurð S. Snorrason, formann nýskipaðrar námsstjórnar, að máli og ræddi við þá um nauðsyn menntunar og rannsókna á sviði sjálfbærrar nýtingar. HIÐ nýja meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum veitir fræðilega menntun á ýmsum sviðum er snerta umhverfismál og nýtingu náttúruauðlinda, en þar er komið til móts við þarfir samfélagsins um þekkingu, rannsóknir, þjónustu og stefnumótun sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Markmið námsins er miðlun og öflun þverfaglegrar þekkingar á sviði umhverfis- og auðlindafræða í því skyni að auðvelda nemendum að greina og skilja orsakir og afleiðingar helstu umhverfisvandamála samtímans og benda á vænlegar leiðir til úrbóta. MYNDATEXTI: Geir Oddsson og Sigurður S. Snorrason veita forstöðu nýrri þverfaglegri námsleið í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar