Fimmlembingar

Atli Vigfússon

Fimmlembingar

Kaupa Í körfu

Sauðburðurinn í Norðurhlíð í Aðaldal byrjar mjög vel og er mikil frjósemi í fénu eins og oft áður þar á bæ. Þrílembi er þar algengt, en metið var slegið þegar ærin Þula var fimmlembd nú í vikunni og reyndust það þrjár gimbrar og tveir hrútar sem öll eru við ágæta heilsu. Þetta er í sjötta sinn sem ærin ber, en alls hefur hún eignast 21 lamb á sinni ævi. Á myndinni má sjá Agnar Kristjánsson, bónda í Norðurhlíð, sem er ánægður með lömbin ásamt barnabörnunum Lindu Elínu Kjartansdóttur og Sölva Reyr Magnússyni sem hafa auðsjáanlega gaman af að vera með í vorverkunum og óðum að verða liðtæk þótt ung séu að árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar