Skúli Skúlason

Sverrir Vilhelmsson

Skúli Skúlason

Kaupa Í körfu

LÍF-HLAUP, Bio-Gels Pharmaceuticals, er sprotafyrirtæki sem stofnað var árið 1998 út frá lyfjafræði- og tannlæknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að rannsóknum og þróun á lyfjaformum til notkunar á slímhúðir svo og á virkni fituefna á bakteríur, sveppi og veirur. Sprotafyrirtækin Líf-Hlaup og LipoMedica sameinuðust í byrjun árs 2005 en þau byggjast á rannsóknum rannsóknarhóps sem skipaður er dr. Peter Holbrook prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, dr. Þórdísi Kristmundsdóttur prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, dr. Halldóri Þormar prófessor emeritus við Líffræðistofnun Háskólans og Skúla Skúlasyni framkvæmdastjóra Líf-Hlaup. MYNDATEXTI: Líf-Hlaup "Áformað að prófa meðferð á herpes-frunsum á fólki."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar