Óskar Jónsson

Sverrir Vilhelmsson

Óskar Jónsson

Kaupa Í körfu

HARÐKORNA skósólar, kenndir við Græna demantinn, eru íslensk uppfinning sem nú er tilbúin til fjöldaframleiðslu. Harðkornin voru upphaflega þróuð til að nota í vetrarhjólbarða hér á landi og eru nú framleidd víða erlendis. Að sögn Óskars Jónssonar, framkvæmdastjóra GDTS, byggist viðskiptahugmyndin á reynslu, þekkingu og frammistöðu stærsta hluthafans í fyrirtækinu síðastliðin 15 ár. "Undanfarin þrjú ár hefur starfið einkum beinst að því að þróa viðskiptahugmyndina. Þessu ferli er nú lokið og fyrirtækið er nú tilbúið til að hefja framleiðslu og sölu á harðkornaskó og sóla," segir Óskar MYNDATEXTI:GDTS "Við viljum ná til okkar fjárfestum til að kaupa hlutdeild í alþjóðlegu markaðstækifæri með því að nýta sér þessa einstöku tækni sem getur skapað fyrirtækinu sérstöðu á markaðnum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar