Hnúfubakur

Sverrir Vilhelmsson

Hnúfubakur

Kaupa Í körfu

HNÚFUBAKUR synti inn í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun og vakti talsverða athygli viðstaddra eins og við var að búast. Að sögn Helga Magnússonar, hafnsögumanns hjá Reykjavíkurhöfn, sást fyrst til hans fyrir framan Kaffivagninn en hann hafi síðan synt um alla höfnina. Fjölmargir hafi fylgt hvalnum eftir við hafnarbakkann í gærmorgun. Hvalaskoðunarbátar í Reykjavíkurhöfn þurftu ekki að fara langt út á Faxaflóa með hvalaskoðunarfólk að þessu sinni og lónuðu í ytri höfninni og fylgdust með skepnunni. Um hádegisbilið hafði hvalnum tekist að synda úr höfninni hjálparlaust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar