Tilfinningatorg á Hressó - Elísabet Jökulsdóttir

Tilfinningatorg á Hressó - Elísabet Jökulsdóttir

Kaupa Í körfu

EFNT var til Tilfinningatorgs á Hressó sl. laugardag. Að sögn Elísabetar Jökulsdóttur, umsjónarmanns og höfundar Tilfinningatorgsins, steig nokkur fjöldi fram til að tjá tilfinningar sem spunnu allt tilfinningalitrófið, allt frá hversdaglegum tilfinningum eins og að tjá sig um hve gott kaffið á staðnum var til pólitískra tilfinninga, en meðal viðstaddra voru framhaldsskólanemar sem tjáðu sterka andúð sína á styttingu framhaldsskólanámsins. MYNDATEXTI: "Vellíðunarþjóðfélagið krefst þess að öllum líði endalaust vel. Það gerir það að verkum að okkur líður illa yfir því að líða illa. Allskonar tilfinningar eins og efasemdir, hræðsla, skömm og þunglyndi eiga ekki upp á pallborðið og þróast því yfir í sjúkdóma," segir Elísabet Jökulsdóttir, umsjónarmaður og höfundur Tilfinningatorgsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar