Snjókross á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

Snjókross á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

Íslandsmeistaramót í snjókrossi fór fram á Fjarðarheiði á laugardag. Mótið var fjórða og síðasta umferð Íslandsmótsins. Veitt voru verðlaun í unglingaflokki, sportflokki, meistaraflokki og að auki sérstök tilþrifaverðlaun mótsins. Í unglingaflokki sigraði Ásgeir Frímannsson frá Ólafsfirði á Ski-Doo-sleða. Í 2. sæti var Sæþór Sigursteinsson og í því 3. Aðalbjörn Tryggvason. Í sportflokki varð Fannar Magnússon á Ski-Doo hlutskarpastur og endaði með 213 stig. Gunnar Hákonarson varð í 2. sæti og Snorri Sturluson í því þriðja. Meistaraflokkinn sigraði Helgi Reynir Árnason frá Ólafsfirði, á Ski-Doo, annar varð Jón Gylfi Kristinsson og þriðji Guðmundur Jónsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar