Söngvarar

Eyþór Árnason

Söngvarar

Kaupa Í körfu

Berlioz: Fordæming Fásts. Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Beatrice Uria-Monzon og Donald Kaasch. Óperukórinn í Reykjavík & Unglingakór Söngskólans í Reykjavík (kórstj. Garðar Cortes), Karlakórinn Fóstbræður (kórstj. Árni Harðarson) og Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 28. apríl kl. 19:30. ENN halda áfram Íslandsfrumflutningar klassískra öndvegisverka. Aðeins fjórum dögum eftir Te Deum Charpentiers var komið að öðru dæmi. Helmingi yngra en fimmfalt stærra í sniðum, því "La damnation de Faust" (1846) eftir Hector Berlioz tekur nærri 2½ klst. í flutningi og útheimtir þrefalt stærri hljómsveit og kór. Að vísu er konsertóperan, eða "dramatíska þjóðsögnin" eins og tónskáldið kallaði hana, mun sjaldnar uppfærð í heild en stök atriði úr henni, líkt og einnig hefur gerzt hér á landi. En nú var sem sé loks komið að því að reiða fram verkið í fullri lengd handa íslenzkum hlustendum. MYNDATEXTI: Söngvarar og stjórnendur á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar