Eiríkur Örn Arnarson

Eiríkur Örn Arnarson

Kaupa Í körfu

Ekki hefur verið mikið gert af því í gegnum tíðina að fyrirbyggja geðsjúkdóma, en niðurstöður tilraunaverkefnisins Hugur og heilsa, sem staðið hefur yfir síðastliðin fjögur ár í 9. bekk í sex grunnskólum á landinu, benda til þess að forvarnir séu áhrifarík aðferð til þess að fyrirbyggja þunglyndi, segir Eiríkur Örn Arnarson, sálfræðingur og stjórnandi rannsóknarinnar. "Þunglyndi er mjög algengt vandamál og oft talað um það sem kvef geðsjúkdómanna því til áherslu. Þunglyndi er að aukast í vestrænum samfélögum og er algengara á meðal yngstu kynslóðarinnar en þeirrar sem kemur þar á undan og algengara meðal þeirra sem eru miðaldra en þeirra sem elstir eru. Ástæðan er ekki sú að skilmerki fyrir þunglyndi hafi breyst, heldur er um raunverulega aukningu að ræða," segir Eiríkur Örn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar