Hafnarborg sýning

Hafnarborg sýning

Kaupa Í körfu

Það var í hæsta máta forvitnileg sýning sem listasafnið í Kerteminde, kennt við Johannes Larsen, hleypti af stokkunum í húsakynnum sínum og stóð yfir frá 9. október til 31 desember á síðasta ári. Var þarnæst opnuð í Sophienholm í Lyngby á útmánuðum og lauk annan í páskum. Um að ræða anga hugmyndar sem safnið vinnur einkum með, hvar útgangspunkturinn er "List og náttúra með augum Norðurlandanna". Í þessu tilviki "Sögueyjan", 150 ára tímabil séð með augum danskra og íslenskra listamanna. Í framhaldinu hefur sýningin verið sett upp í aðalsölum Hafnarborgar í Hafnarfirði. Fyrir okkur Íslendinga er framkvæmdin auðvitað hin mikilsverðasta vegna þess að í brennidepli er íslenskt landslag í augum danskra og íslenskra málara, öll samanburðarfræðin sem hún inniber. MYNDATEXTI: Forsíða Íslandsblaðs Berlingske Tidende í tilefni alþingishátíðarinnar 1930.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar