Nesstofa

Nesstofa

Kaupa Í körfu

Þjóðminjasafn Íslands (ÞÍ) kynnti fyrirhugaðar endurbætur á Nesstofu á blaðamannafundi í Nesstofu nýverið. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður greindi frá því að styrkur upp á tvær milljónir danskar krónur, sem jafngildir rúmum 22 milljónum íslenskra króna, hafi verið veittur úr dönskum sjóði, Augustinus Fonden, til endurbóta á húsinu og til uppsetningar sýningar á sögu hússins. Styrkurinn gerir því Þjóðminjasafni Íslands mögulegt að ráðast í viðamiklar og nauðsynlegar lagfæringar á Nesstofu. MYNDATEXTI: Styrkveitingin var kynnt á blaðamannafundi nýverið. Lengst til hægri er Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og til vinstri eru Leif Mogens Reimann, sendiherra Dana, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar