Þristurinn að verða klár

Theodór Þórðarson

Þristurinn að verða klár

Kaupa Í körfu

ÞÓ að "þristurinn" Páll Sveinsson hafi sjaldan eða aldrei verið betri, að sögn kunnugra, þarf samt endrum og sinnum að huga að viðhaldi enda er gripurinn orðinn 62 ára gamall. Í gær var eitthvert ólag á hraðamælinum og var flugvirki í óða önn að gera við hann. Stefnt er að því að hefja áburðarflug á mánudaginn og voru flugmenn í gær að æfa sig á vélinni og munu halda því áfram á morgun. Þó að flugmennirnir hafi réttindi á aðrar vélar þurfa þeir að taka hæfnispróf á þristinn áður en áburðarflugið hefst. Að sögn Haralds Snæhólm, fyrrverandi flugstjóra, er ætlunin að dreifa ríflega 200 tonnum af áburði, að mestu við vegstæði Suðurstrandarvegar og víðar á Reykjanesinu og mun það verk taka um sjö daga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar