Jóhannes Jóhannesson trillukarl á Fáskrúðsfirði

Albert Kemp

Jóhannes Jóhannesson trillukarl á Fáskrúðsfirði

Kaupa Í körfu

Smábátar á Fáskrúðsfirði hafa verið að leggja net í fjörðinn eftir hrygningarstopp, sem meðal trillukarlanna er kallað fæðingarorlofið. Fyrir fæðingarorlofsstoppið var allgóð veiði og svo virðist einnig vera nú. Jóhannes Jóhannesson á Litla-Tindi var að landa 900 kílóum eftir nóttina af vænum þorski. Netin eru lögð í fjarðarbotninum rétt fram af bryggjunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar