Ívarssel kvaddi Vesturgötuna

Ívarssel kvaddi Vesturgötuna

Kaupa Í körfu

ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús. Ívarssel var einn af Selsbæjunum svokölluðu en hinir nefndust Stórasel, Litlasel og Jórunnarsel. MYNDATEXTI: Verktakar koma Ívarsseli fyrir uppi á flutningabíl í gærkvöldi, en húsið lagði af stað upp að Árbæjarsafni í nótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar