Forstjórar Norðuráls

Ragnar Axelsson

Forstjórar Norðuráls

Kaupa Í körfu

Risasamningur um raforkusölu fyrir 80 milljarða króna vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga var undirritaður í gær í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Að samningnum standa OR og Hitaveita Suðurnesja auk raforkukaupandans Norðuráls sem bandaríska álfyrirtækið Century Aluminium Company keypti nýverið af Kenneth Peterson. MYNDATEXTI: Þessi verksmiðja er afar mikilvæg fyrir okkur," segir Craig A. Davis, forstjóri Century Aluminium Company. Davis og Jerry Kitchen aðstoðarforstjóri hittust á byggingarstæði stækkunar álvers Norðuráls í gær og virtu fyrir sér framkvæmdirnar. Eftir hádegi undirrituðu fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja, OR, Century Aluminium Company og Norðuráls samning um tugmilljarða raforkusölu fyrirtækjanna til Norðuráls vegna stækkunar álversins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar