Borgarstjóri afhendir afreksborða í Rimaskóla

Eyþór Árnason

Borgarstjóri afhendir afreksborða í Rimaskóla

Kaupa Í körfu

STEINUNN Valdís Óskarsdóttir heimsótti Rimaskóla í gær. Þar afhjúpaði hún afreksborða Rimaskóla, sem strengdur er yfir aðalgang skólahúsnæðisins. Afreksborðinn er 5 metra breiður og einn metri á hæð. Hann var útbúinn í tilefni af frábærum árangri nemenda Rimaskóla í skák og frjálsum íþróttum. Á borðanum eru myndir af nemendum og merki skólans en KB banki styrkti gerð borðans. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Helgi Árnason skólastjóri eru hér í hópi nemenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar