Haukar - ÍBV 28:24

Árni Torfason

Haukar - ÍBV 28:24

Kaupa Í körfu

HAUKAR standa öðrum liðum hér á landi framar í handknattleiksíþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokki. Karlalið Hauka lék sama leikinn og kvennaliðið í gærkvöldi þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með fullu húsi en Haukarnir lögðu ÍBV, 28:24, í þriðja úrslitaleik liðanna á Ásvöllum í gærkvöld. Haukar unnu einvígið, 3:0, og unnu þar með alla leiki sína í úrslitakeppninni líkt og Haukakonur sem einnig báru sigurorð af ÍBV í úrslitarimmu. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill Hauka í röð og árangur Haukanna á síðustu árum er hreint glæsilegur en í fimm skipti á síðustu sex árum hefur Íslandsmeistaratitillinn fallið Haukunum í skaut og í gærkvöldi hömpuðu Haukar titlinum í sjötta skipti í sögu félagsins. MYNDATEXTI: Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, fékk að vonum góða flugferð hjá leikmönnum liðsins þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn og stuðningsmenn Hauka voru vel með á nótunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar