Barnaspítali Hringsins myndlistarsýning

Barnaspítali Hringsins myndlistarsýning

Kaupa Í körfu

Það er alkunna hve lækningamáttur listarinnar getur verið mikill. Vel skrifað orð, hrífandi hljómur eða heillandi myndlist getur stundum virkað eins og meðferð og hefur eflaust ófá skiptin lyft hugum þeirra sem þjást og glíma við erfiðleika, líkamlega sem andlega. Ekki síst getur listsköpunin sjálf haft jákvæð áhrif á líðan fólks; það er, að njóta ekki einungis verka annarra heldur leggja stund á listsköpun sjálfur. Gott dæmi um það er hinn mikli fjöldi Íslendinga sem eru í kórum sér til ánægju - í því eigum við víst met rétt eins og í notkun sumra lyfja - og margir finna sér ýmis önnur viðfangsefni til að leggja stund á listræna sköpun, til dæmis með hvers konar handverki og myndlist. Hér á landi þykir það sem sagt alveg eins sjálfsagt að fólk rækti hið listræna hjá sjálfu sér eins og að það rækti líkama sinn. Í dag verður opnuð myndlistarsýning sem byggist einmitt á þessum forsendum, en það er sýning á myndverkum og ýmsum listmunum eftir sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, sem hafa verið í iðjuþjálfun og listmeðferð síðustu misserin. Sjúklingarnir eru á öllum aldri og koma af mörgum deildum spítalans, og ber sýningin heitið List og iðja. MYNDATEXTI: Sýningin List og iðja er sem sagt staðsett í anddyri Barnaspítala Hringsins og á um 200 metra löngum tengigangi barnaspítalans og aðalbyggingar spítalans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar