Styrkir úr Hljómdiskasjóði FÍH

Árni Torfason

Styrkir úr Hljómdiskasjóði FÍH

Kaupa Í körfu

AÐALFUNDUR Félags íslenskra tónlistarmanna var haldinn í vikunni. Á fundinum afhenti formaður félagsins, Margrét Bóasdóttir, þrjá styrki til útgáfu hljómdiska. Í ár hlutu styrki Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran til útgáfu á óperuaríum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hávarður Tryggvason, kontrabassaleikari, til útgáfu á einleiksverkum og kammerverkum ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur, selló, og Guðmundi Kristmundssyni, víólu, og Ásdís Valdimarsdóttir, víóluleikari ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, píanó, til útgáfu á öllum kammerverkum Johannesar Brahms fyrir víólu og píanó. MYNDATEXTI: Margrét, Hávarður, Ingibjörg, Steinunn Birna og Valdemar, formaður úthlutunarnefndar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar