Afmælishátíð Kópavogs í Fífunni
Kaupa Í körfu
Einn fjölmennasti barnakór sem sungið hefur hér á landi söng á 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í Fífunni í gær. Allir barnakórar í bænum lögðu saman og mynduðu glæsilegan kór. Segja má að hátíðin hafi verið ein risastór afmælisveisla þar sem öllum Kópavogsbúum var boðið. Helmingur Fífunnar var fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir gátu leikið sér að vild. Á skemmtuninni komu fram Skólahljómsveit Kópavogs, Nylon og Idol-stjörnurnar Hildur Vala og Davíð Smári. Frumflutt var vinningslagið í samkeppni um Kópavogslagið; lagið samdi Þóra Marteinsdóttir en textann gerði Anna Steinunn Sigurjónsdóttir. Þá tróð upp hin gamalkunna Kópavogshljómsveit Ríó Tríó. Sérstök ljósmyndasýning var sett upp af öllum leik- og grunnskólabörnum í Kópavogi, en myndirnar þöktu yfir 200 metra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir