Vorverkin hjá landgræðslunni

Jónas Erlendsson

Vorverkin hjá landgræðslunni

Kaupa Í körfu

"Þetta venst. Ég er vanur því að vera einhvers staðar einn með sjálfum mér," sagði Bjarni Arnþórsson, sáningarmaður hjá Landgræðslunni, þar sem hann ók með raðsáningarvélina á Mýrdalssandi í gær...Hann var að sá mel, beringspunti og lúpínu. Spurður um breytingar á landslagi á Mýrdalssandi vegna uppgræðslunnar segir Bjarni að melrákirnar safni í sig sandi og hækki ár frá ári. Hann áætlar að elstu rákirnar séu orðnar þriggja metra háar. Sumar eru margir kílómetrar að lengd, sérstaklega austan við Blautukvísl, en misháar. MYNDATEXTI: Uppgræðsla Bjarni Arnþórsson, sáningarmaður hjá Landgræðslunni, setur fræ og áburð í raðsáningarvélina á Mýrdalssandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar