EFTA-ráðstefna Í Þjóðmenningarhúsinu

Eyþór Árnason

EFTA-ráðstefna Í Þjóðmenningarhúsinu

Kaupa Í körfu

Fyrsta lota fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna og Taílands haldin í Reykjavík EFTA-ríkin og fulltrúar Taílands hófu í gær fríverslunarviðræður í Þjóðmenningarhúsinu. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, hjá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, eru hingað komnir á fimmta tug Taílendinga til viðræðna um hugsanlegan fríverslunarsamning en fyrir sendinefnd þeirra fer Krirk-krai Jirapaet, vararáðherra landsins. Um 30 fulltrúar EFTA-ríkjanna taka þátt í viðræðulotunni sem hófst í gær, sem fyrr segir, og lýkur á morgun. Viðræðurnar fara fram í utanríkisráðuneytinu. MYNDATEXTI: Fríverslunarviðræður fulltrúa EFTA-landanna og Taílands í Reykjavík standa til morguns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar