Klink og Bank

Þorkell Þorkelsson

Klink og Bank

Kaupa Í körfu

Frumflutningur á verki hins þekkta þýska listamanns, kvikmyndagerðarmanns og leikstjóra Christoph Schlingensief verður í Klink og Bank á laugardaginn á opnunardegi Listahátíðar í Reykjavík. Verkið ber heitið Animatograph, Iceland edition "House of Obsession" og hefur listamaðurinn unnið það að hluta til hér á landi. Þetta verkefni er framlag austurrísku hertogaynjunnar Francescu von Habsburg og stofnunar hennar, T-B A21 í Vín, í samstarfi við Landsbanka Íslands, til Listahátíðar og Klink og Bank. MYNDATEXTI: ALLT klárt fyrir frumsýningu Animatograph. Listamaðurinn Christoph Schlingensief í hópi samstarfs- og stuðningsmanna í listasmiðju Klink og Bank í gær. F.v. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, Karen Widt, sem tekur þátt í flutningi verksins, Nína Magnúsdóttir, hússtýra í Klink og Bank, Francesca von Habsburg, hertogaynja í Austurríki, Christoph Schlingensief og Klaus Bayer, sem leikur í verkinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar