Hlíðaskóli í Öskjuhlíð

Hlíðaskóli í Öskjuhlíð

Kaupa Í körfu

NEMENDUR Hlíðaskóla gengu fylktu liði í Öskjuhlíð í gær í fylgd kennara og skólastjórnenda, tilefnið var að skólinn hefur eignast grenndarskóg á u.þ.b. 3 hektara reit í Öskjuhlíð. Þó nokkrir skólar hafa á undanförnum misserum eignast grenndarskóg í Reykjavík en hugmyndin er að flétta náttúrunni og skóginum saman við kennslu barnanna. Samningur um grenndarskóg Hlíðaskóla var undirritaður milli skólans og umhverfissviðs borgarinnar í gær, skilti skógarins var afhjúpað og nemendur klipptu á borða og sungu. Fjölmörg verkefni bíða svo nemendanna í kennslutímum þar sem hugmyndin er að nýta skóginn við fuglaskoðun, fræsöfnun, plöntun trjáa, merkingu tegunda, grisjun, umhirðu, o.fl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar