Allar vélar geta lent á Þingeyri

Halldór Sveinbjörnsson

Allar vélar geta lent á Þingeyri

Kaupa Í körfu

Þingeyri | Þegar framkvæmdum við lagfæringar á Þingeyrarflugvelli er lokið geta stærstu flugvélar í innanlandsflugi lent þar fullar af farþegum og farangri, með sama hætti og á Ísafjarðarflugvelli, en hann er varavöllur fyrir Ísafjörð. KNH verktakar ehf. á Ísafirði áttu lægsta tilboð, tæplega 106 milljónir kr., en heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 182 milljónir. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og Sigurður Óskarsson frá KNB undirrituðu samninginn við athöfn fyrr í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði við það tækifæri að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugmálastjórn, að töluvert hefði þurft að hafa fyrir því að fá framkvæmdirnar samþykktar vegna þess að ekki hefðu allir skilning á mikilvægi þeirra. Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði að endurbæturnar myndu auka mjög áreiðanleika flugs vestur á firði og styrkti það bæði atvinnulífið og mannlífið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar