GRAFÍK

GRAFÍK

Kaupa Í körfu

HLJÓMSVEITIN Grafík, sem óhætt er að kalla eina af helstu sveitum íslenskrar popp- og rokksögu, kom aftur saman á síðasta ári til að fagna tuttugu ára afmæli plötunnar Get ég tekið cjéns. Endurkoman gekk vonum framar og samkvæmt Helga Björnssyni, söngvara, létu aðdáendur sveitarinnar ekki meðlimi í friði fyrr en þeir voru búnir að lofa því að hljómsveitin mundi mæta aftur á svið. Hefur því verið ákveðið "að slá upp stuðdansleik að gömlum og góðum sið" eins og Helgi orðar það í kvöld á NASA. Grafík skipa í dag þau Rúnar Þórisson gítarleikari, Jakob Magnússon bassaleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Egill Rafnsson trommuleikari en þau Andrea Gylfadóttir og Helgi Björns syngja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar