Arnarflugsþotan

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Arnarflugsþotan

Kaupa Í körfu

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf., sem er íslenskt félag í ¸ leiguflugi erlendis, keypti í gær Arnarflugsþotuna sem ríkið leysti til sín fyrirtæpu ári. Kaupin fjármagnar Atlanta hf. með aðstoð erlends kaupleigufyrirtækis og staðgreiddi kaupverðið, sem er jafnvirði 440 milljóna íslenskra króna. Söluandvirði þotunnar gengur til greiðslu upp í skuld Arnarflugs við ríkið. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra dugar það ekki fyrir öllum skuldunum, yfir 100 milljónir kr. stæðu eftir. MYNDATEXTI: Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Arngrímur Jóhannsson forsvarsmaður Atlanta hf. skipast á undirrituðum samningi um þotuna sem ríkið seldi flugfélaginu. Aðrir sem viðstaddir voru undirritun samningsins eru f.v.: Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóri, Hörður Torfason hrl., Sigurður G. Thoroddsen deildasrstjóri hjá Ríkisábyrgðarsjóði, Harald S. Andrésson forstöðumaður Ríkisábyrgðarsjóðs (á bakvið fjármálaráðherra), Þórhallur Arason skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis og Tómas Þorvaldsson hdl ( filma úr safni fyrst birt 19900501 Mappa Ríkisstjórn 1 síða 9 röð 3 mynd 24 )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar