Söngvakeppni í Kænugarði

Sverrir Vilhelmsson

Söngvakeppni í Kænugarði

Kaupa Í körfu

Kænugarður í Úkraínu er nú í sannkölluðum Evróvisjónálögum, enda er forkeppnin á morgun þar sem Ísland er á meðal keppenda. Það er Selma Björnsdóttir sem keppir fyrir okkar hönd og hefur henni verið spáð góðu gengi. Í gærkvöldi var haldinn samnorrænn blaðamannafundur og eftir hann veisla, þar sem skandinavísku keppendurnir og þeir írsku brugðu á leik með dansi og söng. Á myndinni má sjá finnska keppandann, Geir Rönning, en hann stendur til vinstri við Selmu sem vígreif veifar rokkmerkinu. Til hægri við hana eru meðlimir úr norsku keppnissveitinni, hinni æringjalegu Wig Wam. Höfðu þeir tvöfalda ástæðu til að fagna í gærkvöldi, en í gær var þjóðhátíðardagur þessarar frændþjóðar okkar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar