Fuglamerkingar Álftanesi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fuglamerkingar Álftanesi

Kaupa Í körfu

MARGÆSIR hafa hér viðdvöl á leið sinni frá Írlandi til varpstöðvanna í norðausturhéruðum Kanada. Hér á landi er nú staddur 13 manna hópur vísindamanna frá Bretlandseyjum, auk fjögurra manna sjónvarpsteymis frá BBC í Norður-Írlandi, til að fylgjast með margæsunum. Starfa þeir í samvinnu við íslenska vísindamenn, m.a. Guðmund A. Guðmundsson, fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. MYNDATEXTI: Ólafur Torfason með myndarlega margæs sem fönguð var á Álftanesi í gær, vegin og merkt. Í baksýn sést Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar