Bryggjuspjall

Kristinn Benediktsson

Bryggjuspjall

Kaupa Í körfu

Í Snjómuggu síðastliðinn laugardag, fljótlega upp úr hádeginu, var Gullvíkurfjölskyldan að landa, við Kvíabryggju í Grindavík, 4 tonnum af fallegum hrygningarþorski af netabátnum Trylli GK. Ágústa Gísladóttir, húsmóðirin, sá um hífinguna á bryggjukrananum, Hafsteinn Sæmundsson, eiginmaður hennar, trillukarl og háseti, sturtaði á milli kara á meðan Heimir sonur þeirra, skipstjórinn, sá um lestina og húkkaði á körin. Álengdar var Hermann Ólafsson í Stakkavík á stórum lyftara tilbúinn að flytja körin á hafnarvigtina og síðan upp í hús þar sem vinnslan var á fullu MYNDATEXTI: Gullvíkur-fjölskyldan við löndun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar