Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Árni Torfason

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Kaupa Í körfu

Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar með 66,6% atkvæða INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna með 66,6% gildra atkvæða. Hún hlaut 7.997 atkvæði. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.970 eða 33% gildra atkvæða. Alls greiddu 12.015 atkvæði eða 60% þeirra sem voru á kjörskrá. Átta atkvæðaseðlar voru ógildir og auðir seðlar voru fjörutíu. MYNDATEXTI: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir klökknaði er kjöri hennar var lýst. Hér rís hún úr sæti sínu og stuðningsmenn hennar klappa; frá vinstri Kristín A. Árnadóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Árni Gunnarsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson eiginmaður Ingibjargar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar