KB-banki verðlaunar sjálfboðalið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

KB-banki verðlaunar sjálfboðalið

Kaupa Í körfu

"ÞETTA verkefni hefur haft mjög góð samfélagsleg áhrif og m.a. orðið til þess að draga úr kynslóðabilinu," segir Guðrún Þórsdóttir, verkefnisstjóri og kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, um sjálfboðavinnu grunnskólanemenda á aldrinum 12-15 ára við að kenna eldri borgunum á tölvur. Í fyrradag var nokkurs konar uppskeruhátið þar sem KB-banki tók á móti þeim sextíu grunnskólanemum sem í vetur hafa tekið að sér tölvukennsluna. Aðspurð segir Guðrún verkefnið hafa staðið yfir síðan 1999, en árlega hafa í kringum 60 nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur tekið að sér að kenna allt að 140 eldri borgurum á tölvur. MYNDATEXTI: Guðrún Halldórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Námsflokkanna, afhenti nemunum viðurkenningar fyrir sjálfboðaliðastörf þeirra í þágu samfélagsins. KB-banki hélt nemunum boð í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar