Stóra borðrústin. Dieter Roth

Jim Smart

Stóra borðrústin. Dieter Roth

Kaupa Í körfu

MYNDLIST - Listahátíð í Reykjavík Listasafn Íslands Lest Blönduð tækni, Dieter Roth Til 21. ágúst. Listasafn Íslands er opið frá kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. STÆRSTA sýning Listahátíðar í ár er sýning á verkum Dieter Roth, (1930-1998). Eins og fram hefur komið í umfjöllun um listamanninn undanfarið er Dieter fæddur í Þýskalandi, var búsettur í Sviss um tíma og síðar í Danmörku þar sem hann kynntist konu sinni Sigríði Björnsdóttur en þau hjónin eignuðust þrjú börn, Karl, Björn og Veru. Dieter bjó hérlendis um tíma og dvaldi hér oft á síðari árum. Það er Björn sem er sýningarstjóri sýningarinnar hér en hann var samstarfsmaður föður síns í tvo áratugi og heldur áfram starfi hans að honum fráföllnum. MYNDATEXTI: Stóra borðrústin; verk Dieters Roths. "Stóra borðrústin er eins og sprenging og mín upplifun var af ákaflega sárum harmi, ég minnist þess varla að hafa séð harmþrungnara verk."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar