Spessi

Jim Smart

Spessi

Kaupa Í körfu

Sögu harmonikunnar má rekja allt aftur til ársins 1800 þegar Hamborgarinn J. T. Eschenbach smíðaði gerð sem hann kallaði "Aeolidicon". Þrátt fyrir að harmonikan eða jafnvel harmonikkan sé almennt kölluð þessu nafni hér á landi er algengasta nafnið á hljóðfærinu hins vegar "accordion" sem er dregið af ítalska orðinu "accordo" og þýðir einfaldlega hljómur eða tónn. Á enskri tungu þýðir harmonika aftur á móti munnharpa; lexía sem margur íslendingurinn hefur þurft að læra í samskiptum sínum við útlendinga. 300 harmonikur nefnist ein athyglisverðasta heimildamyndin á Short&Docs heimilda- og stuttmyndahátíðinni sem nú stendur yfir. Leikstjóri og handritshöfundur er Spessi en hann er ef til vill þekktari fyrir að vera ljósmyndari og einn af þeim fremstu hér á landi. Heimildamyndin er, eins og nafnið gefur til kynna, um landsmót harmoniku-unnenda sem var haldið í Ísafjarðarbæ sumarið 2002. MYNDATEXTI: Barn, hundur og leikstjórinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar